Velkomin á Ferðasumar

Upplifðu töfrandi fegurð náttúru Austurlands í gönguferð með okkur!

Image

5 daga lúxusgönguferð á Borgarfirði Eystri

Frábær 5 daga gönguferð með hótelgistingu og öllum þægindum á Borgarfirði eystra, best geymda demanti íslenskrar náttúru. Dvalið á Hótel Álfheimum í vel búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra Göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreyfingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð, Breiðuvík hringferð, Stapavík hringferð og Dimmidalur /Lobbuhraun.
Nánari upplýsingar - bóka ferð
Image

3 daga Lúxusgönguferð á Borgarfirði Eystri

Frábær 3 daga gönguferð með hótelgistingu og öllum þægindum á Borgarfirði eystra, best geymda demanti íslenskrar náttúru. Dvalið á Hótel Álfheimum í verl búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra Göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreifingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð og Breiðuvík hringferð.
Nánari upplýsingar - bóka ferð
Image
FJALLATOPPAR MEÐ SKÚLA JÚL
Frábær ferð um fjölmarga fáfarna fjallatoppa Borgarfjarðar eystra. Lúxusgönguferð þar sem dvalið er á Álfheimum Sveitahóteli. leiðsögn í höndum Skúla Júlíussyni sem er sérfræðingur um leiðsögn á fjallatoppum Austurlands.
Nánari upplýsingar - Bóka ferð

Hótel Bláfell á Breiðdalsvík

 

Hótel Bláfell var opnað árið 1983 og er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. Á hótelinu eru 39 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Nánari upplýsingar - Bóka

Álfheimar Country Hotel  – Borgarfjörður Eystri

 

Álfheimar sveitahótel er staðsett við sjávarsíðuna á Borgarfirði Eystri, í útjaðri sjárvarþorpsins Bakkagerði. Hótelið býr yfir 32 herbergjum af ýmsum stærðum sem öll eru með eigin baðherbergi. Á veitingastaðnum er boðið upp á staðbundið hráefni m.a. ferskan fisk og lamb ásamt fleira góðgæti úr nærumhverfinu. Það er von okkar að hótelið bjóði gestum upp á afslappaða og heimilislega stemmningu, umvafið einstakri náttúrufegurð. Í nágrenninu má finna fjölmargar gönguleiðir, hjólaleigu og kayakferðir og það er alltaf gaman að skoða lunda í Hafnarhólma. Við tökum þér og þínum fagnandi og hlökkum til að sjá ykkur njóta ró og friðar á Borgarfirði Eystra.

Nánari upplýsingar - Bóka