Velkomin

Verið velkomin á Ferðasumar

Image

5 daga lúxusgönguferð á Borgarfirði Eystri

Frábær 5 daga gönguferð með hótelgistingu og öllum þægindum á Borgarfirði eystra, best geymda demanti íslenskrar náttúru. Dvalið á Hótel Álfheimum í vel búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra Göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreyfingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð, Breiðuvík hringferð, Stapavík hringferð og Dimmidalur /Lobbuhraun.
Nánari upplýsingar - bóka ferð
Image

4 dagar - Hjól, ganga og afslöppun á Breiðdalsvík

Komdu austur og njóttu listisemda austfirskrar náttúru. Þú gistir í góðu yfirlæti á Hótel Bláfelli milli þess sem þú nýtur náttúrunnar í leiðsögðum hjóla- og gönguferðum á laugardag og sunnudag. Til að toppa heimsóknina þá er innifalin 3 rétta máltíð sem og heimsókn í Beljanda Brugghús með bjórsmökkun.
Nánari upplýsingar - bóka ferð
Image

3 daga Lúxusgönguferð á Borgarfirði Eystri

Frábær 3 daga gönguferð með hótelgistingu og öllum þægindum á Borgarfirði eystra, best geymda demanti íslenskrar náttúru. Dvalið á Hótel Álfheimum í verl búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra Göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreifingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð og Breiðuvík hringferð.
Nánari upplýsingar - bóka ferð